laugardagur, mars 28, 2009

Þó líði ár og öld...

Marmarispíur hittust í gærkvöldi hjá Hjördísi og fengu sér í aðra tánna... ;) takk fyrir mig... þetta var æðislegt kvöld!! Þá datt mér í hug að fara að blogga aftur...

Það hefur heldur betur mikið vatn runnið til sjávar síðan í síðustu færslu!

Það er allt á fullu í skólanum... næsta vika er fullpökkuð frá morgni til kvölds og verður vægast sagt hell! Þrjú risa verkefnaskil framundan og svo eru það prófin sem taka við!

Svo er það bara pæling hvað maður gerir við sumarið... any ideas?

Æfingar... hvað er það? Ég þrái að komast almennilega af stað aftur... þetta er bara rugl hvað ég datt út eftir að ég byrjaði í skólanum!! En það er búið að plata mig aftur í þrekmeistarann sem er á ak 9.maí svo ég "neyðist" til að keyra mig upp aftur... það verður ánægjulegt að fá ávexti, kjúlla og grænmeti aftur inn í valsettið hjá mér... ekki bari nammi og samlokur úr mötuneytinu í skólanum... ojjjj!!!!

Í kvöld er stefnan tekin á Tapas með frábæru fólki sem var með mér í HR... Katý elska er að koma til landsins og ég get ekki beðið eftir að knúsa hana í kaf!
Er alveg að fara að dröslast til að hendast í djammgallann... bara að bíða eftir að kæró komi heim og knúsi mig aðeins áður en ég ríf mig á fætur... maður verður svo latur þegar maður borðar svona óhollt! :S

Hasta la vista baby...

sunnudagur, nóvember 16, 2008

laugardagur, nóvember 15, 2008

Nammidagur

..og hann er sko nýttur vel ;)

Búin að vera klikkað dugleg undanfarnar vikur og þetta er allt í rétta átt! :)

Ekki nema vika eftir af skólanum og ég er farin að husga um meira nám!!

Tók góða æfingu í dag með Lísu minni og svo fórum við í laaaangan ísbíltúr - það er svaaakalega næs...

Er að meta það í hvað maður nýtir kvöldið... kósýkvöld heima eða kíkja út með stelpunum... voða er ég orðin löt eitthvað...

fimmtudagur, nóvember 06, 2008

Come on courage!!

Ég fór út að hlaupa í morgun með átakshópnum hennar Valdísar... næstum 20 skvísur, tókum 5km, upp himnastigann og kláruðum hringinn góða... magnað hvað það er geggjað veður og komið fram í nóvember... og vá hvað það er gott að fara út að hlaupa.. líðanin á eftir er bara svo geggjuð... love it!

Er að vinna 40% verkefni í markaðssamskiptum fyrir skólann sem VERÐUR að klárast í dag því ég fer norður upp úr hádegi á morgun til að keppa í þrekmeistaranum... :) Ég verð að viðurkenna að ég hefði alveg getað verið búin að sinna skólanum betur... amk þessu fagi... en tímarnir eru kenndir á milli kl 9 og 5 á laugardögum og það eru eiginlega heilagir dagar fyrir mér... það er til dæmis undantekningarlaust æfing fram að hádegi! Það er spurning um að fara að forgangsraða hlutunum... :S En ég keypti mér bókina (í gær) og er búin að vera að fletta í gegnum glósurnar af námskeiðinu og vá hvað mér finnst þetta skemmtilegt... er ekki til einhver auglýsingahagfræði með design ívafi?? Þá væri ég búin að finna mína hillu ;)

Skólinn er búinn 22.nóv... þá mega jólin koma! :)

Annars tók ég þá ákvörðun að taka þátt í fitness um páskana svo undirbúningur er hafinn... það eru ekki nema 22 vikur til stefnu.... (nú myndi vinur minn segja við mig, Saló... slaaaaka! það er tæplega hálft ár!! hann myndi reyndar koma með þetta í einhverri enn stærðfræðilegri útgáfu (verkfræðinemi sko)... hehe en anyways... fyrir mér eru 22 vikur ekki neitt!! Ég er búin að vera vangefið dugleg... skrifa allt sem ég borða og æfi inn á jump fit síðuna... og fyrir þá sem vilja fylgjast með þá getiði kíkt inn á www.blog.central.is/jumpfit :) Það er EKKERT gefið eftir :)

Heimsótti Sirrí og Tóta og litla prinsinn þeirra um daginn... ég sver það að meira að segja mínar bjöllur fóru að klingja... hann er svo fallegur og lítill og mjúkur!! Hann verður sko heartbraker... get alveg sagt ykkur það strax!!
Ég var að tala um þetta við "vin" minn og ég held honum hafi ekkert litist á blikuna.... ábyggilega skíthræddur um að ég myndi bara stökkva beint á hann hehehe... nee... gott að geta fengið þessi kríli lánuð bara ;)

Jæja þá er það keppnis... ég ætla að massa þetta verkefni og fara á æfingu í hádeginu!
Lateeeer!!

miðvikudagur, október 22, 2008

My big twentyfive!!

Ég átti ljúfan afmælisdag... :)

Ég fékk kjarnann í kaffi til mín á laugardaginn og naut þess að hafa það kósý með þeim... fólkið mitt úr öllum áttum og það lukkaðist svaka vel :) Takk fyrir mig!!

Ég las yfir allar kveðjurnar á facebook í gærkvöldi og ég ætla bara að viðurkenna það að ég varð hálf feimin... ég er svo þakklát fyrir að hafa kynnst svona mörgu yndislegu fólki í gegnum árin... það rifjaði margt upp fyrir mér og í fyrsta skipti í langan tíma fann ég þessa þrá í mér aftur... þrá til að gera og vera! Og það var góð tilfinning...

Vinkona sendi mér svo gott quote í gær: "everything will be ok in the end, and if things are not ok ,then it's not the end"

mánudagur, október 20, 2008

Still a little bit...



1 dagur í aldarfjórðung...
19 dagar í þrekmeistarann...
24 dagar í frelsið <3 ...
25 dagar í lokapróf...
25 vikur í páska...

föstudagur, október 17, 2008

Sometimes I feel like...



Elsku Sirrí og Tóti, innilega til hamingju með litla prinsinn...

Ætla að eyða helginni með vel völdum...

Ást og friður!
Saló